Supercrossið byrjar um helgina

Ryan Dungey tók titilinn í fyrra

Ameríska supercrossið byrjar nýtt tímabil á laugardaginn. Að venju verður fyrsta keppni ársins á Anaheim leikvanginum í Los Angeles en alls verða þrjár keppnir á vellinum næstu vikur. Fyrsta keppnin gengur undir nafninu A1.

Í ár virðist spennan vera í sögulegu hámarki, allavega síðan 2005 þegar James Stewart kom uppí 450 flokkinn. Kannski er það vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem þrír meistarar mæta á startlínuna. Þetta eru Chad Reed, James Stewart og núverandi meistarinn Ryan Dungey.

Hér kemur stutt umfjöllunun um nokkra líklega kappa

Meistarinn: Ryan Dungey hefur unnið alla titla sem hann hefur reynt við síðan í janúar 2009 svo eitthvað hlýtur hann að gera rétt. Hann hefur reyndar misst liðsstjórann úr Suzuki liðinu, Roger DeCoster, og nú segja menn að samkeppnin sé meiri en oft áður. Hann segir að hann ætli ekki að hafa áhyggjur af neinum sérstökum og ekki vanmeta neinn, þetta verði erfitt tímabil. Samt ætlar hann að gera það sem þarf til að halda titlinum

Stewart tók númeraplötuna góðu árið 2009

Sjónvarpsstjarnan: Tvöfaldur meistari James Stewart náði aðeins að keppa í þremur keppnum í fyrra áður en hann handarbrotnaði illa. Hann var frá í 9 mánuði, rak þjálfarann sinn og réði Johnny O’Mara til að þjálfa sig. Hann lék í raunveruleikaþætti um sjálfan sig og flutti að heiman. Í viðtali sagðist hann ætla að láta allt ganga upp í vetur og hirða dolluna. „Bíðið bara og sjáið“ sagði hann að lokum.

RV: Ryan Villopoto er sá sem náði síðast að sýna Dungey einhverja keppni. Hann náði forystunni í Supercrossinu í fyrra en braut svo á sér löppina. Hann fór í þrjár aðgerðir og læknirinn ráðlagði honum að hvíla í 2 ár. Hann réði gamla þjálfarans hans James Stewart og heldur að hann sé í betra formi og með betri hraða en hann var með þegar hann meiddist.

Vinnuveitandinn: Chad Reed fékk hvergi vinnu í vetur svo hann stofnaði bara sitt eigið lið, TwoTwo Racing, keypti sér Hondu og ætlar að hjóla með strákunum. Má segja að hann hafi brennt allar brýr að baki sér því enginn af þeim þremur gömlu vinnuveitendum vildu ráða hann tilbaka. Nýja hjólið er bara tveggja mánaða og spurningin er hvort það sé samkeppnishæft við þá sem hafa meiri stuðning frá verksmiðjunum. Reed segir að hjólið sé allavega léttasta 450 hjól sem hann hefur átt eða séð.

Maðurinn: Roger DeCoster, a.k.a. The Man, ætlar ekki að keppa í vetur en hann er nýráðinn liðsstjóri hjá KTM. Allt sem hann snertir verður að gulli (nema hlutabréf og fasteignabrask) þannig að spurning hvort Andrew Short og Mike Alessi muni blinga sig upp í vetur. Þeir ætla að keppa á hinu nýja 350 hjóli og eiga báðir eftir að vinna sína fyrstu keppni.

Nýliðarnir: Trey Canard, Brett Metcalfe og Jake Weimer munu stíga skrefið uppí stóra flokkinn á laugardaginn. Canard fékk reyndar aðeins að æfa sig í fyrra með góðum árangri þannig hann veit hvað bíður sín. Metcalfe náði góðum árangri utanhúss síðasta sumar á 450 hjóli en Weimar missir af fyrstu keppnunum eftir að hafa handarbrotnað. Einhver stig eiga þeir eftir að taka.

Hér eru nokkur upphitunarvideo frá Ameríkunni:

Fyrsta er um Chad Reed

Þetta er um minningar nokkra kappa frá A1

Rockstar Makita Suzuki liðið

Teiknimyndahringur um A1 brautina:

Skildu eftir svar