Íscross – fréttatilkynning og dagskrá

Það lítur út fyrir að fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi ætli að verða  mjög sterkt mót en nú þegar er vitað að eftirfarandi mæta:

  • Kári Jónason Íslandsmeistari í enduró og akstursíþróttamaður ársins
  • Ingvi Björn Birgisson Íslandsmeistari í enduro B
  • Guðbjartur Magnússon Íslandsmeistari í motocross 85cc flokki
  • Bryndís Einarsdóttir akstursíþróttakona ársins
  • Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari í motocross kvennaflokki
  • Andrea Dögg Kjartansdóttir Íslandsmeistari í ískrossi kvennaflokki

Auk þessara mæta margar gamlar og nýjar kempur í mótið. Minnt er á að skráningu lýkur kl 21.00 í kvöld og að engar undantekningar frá þeirri reglu eru leyfðar. Ísinn á Mývatni er jarðýtuheldur og eru þeir í Akstursíþróttafélagi Mývatnssveitar þekktir fyrir vel skipulögð mót. Ekki spillir að öllum keppendum er boðið í Jarðböðin að lokinni keppni. Veðurspáin er hagstæð, en það spáir suðvestanáttum með með björtu veðri og lítilsháttar frosti norðaustanlands. Meðfylgjandi er dagskrá fyrir mótið og eru eftirfarandi í framkvæmdastjórn mótsins:

Stefán Gunnarsson           Keppnisstjóri

Kristján Steingrímsson       Brautarstjóri

Lárus Björnsson                  Skoðunarmaður

Einar Smárason                  Tímavörður

Guðmundur Hannesson   MSÍ eftirlitsmaður

DAGSKRÁIN ER HÉR

Ein hugrenning um “Íscross – fréttatilkynning og dagskrá”

Skildu eftir svar