Vefmyndavél

Fyrsta umferðin í Íscrossi eftir rúma viku

1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á Mývatni laugardaginn 29. janúar. Skráning er hafin á www.msisport.is og lýkur á þriðjudagskvöld.

Keppendur ATH. nú rennur skráningartími alltaf út kl: 21:00 á þriðjudagkvöldi fyrir keppnishelgi. Ekki verður um neinar undantekningar að ræða með skráningu eftir að skráningarfrestur rennur út. Við viljum benda keppendum á að athuga aðgang sinn að heimasíðu MSÍ tímanlega, ekki verður tekið við símtölum á elleftu stundu ef keppendur ná ekki að skrá sig inn.

Þeir sem eru í vandræðum með innskráningu þurfa að hafa samband við formann þess aðildarfélags MSÍ sem viðkomandi er skráður í. Það er hægt að skrá sig inn á heimasíðuna án þess að klára skráningu í viðkomandi keppni til þess að athuga hvort innskráning virkar.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Opnum flokki
  • Vetrardekkjaflokki
  • Kvennaflokki
  • Unglingaflokki (keyrir með Vetrardekkjaflokks ef 5 eða fleiri skrá sig)
  • 85cc flokki (keyrir með Kvennaflokki ef fleiri en 5skrá sig).

Öllum keppendum er boðið frítt í Jarðböðin að keppni lokinni og er um að gera að nýta sér það. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar sér um keppnishaldið og eins og flestir vita klikkar það ekki.

Leave a Reply