Vefmyndavél

Það var mikill hamagangur í Reiðhöllinni

Nokkrar upprennandi stjörnur

Það var mikið fjör í Reiðhöllinni í dag. Fullt af upprennandi stjörnum á æfingunum og foreldrarnir líka í uppeldi til að verða mekkar. Það er virkilega gaman að sjá hversu marga upprennandi snillinga við eigum í yngsta hópnum. 85cc hópurinn var flottur og fullt af snillingum þar á ferð, en hefði verið gaman að sjá fleiri þar. Stóru hjólin voru síðasti hópurinn í höllina, þar voru fullt af hormónum á ferð og Guggi líka.( Hormónarnir hjá honum er ekki alveg eins æstir og hjá þeim yngri 🙂 . )

Hvetjum alla til þess að nýta sér þessar æfingar, það þurfa allir leiðbeiningar frá okkar frábæru þjálfurum, Helga, Gulla og Arnari. SJÁ MYNDIR HÉR.

Þessi kappi tímdi ekki að nota nýja hjálminn sinn. Það er ekkert sem gott strigatape getur ekki lagað eða gert enn betra.

2 comments to Það var mikill hamagangur í Reiðhöllinni

Leave a Reply