Lögin samþykkt

logo_sm.gifHið háttvirta Alþingi Íslendinga hefur samþykkt breytingar á lögum um vörugjöld af bifreiðum og bifhjólum (sjá frétt hér). Lögin höfðu talsverða þýðingu fyrir þá sem stunda íþróttir á mótorhjólum því vörugjöld af sérsmíðuðu keppnishjóli(ekki til notkunar á götum) hefur hér með verið fellt niður.

Búast má við að motocrosshjól muni fljótlega lækka í verði um sirka 20% og verður að teljast líklegt að motocrossið og enduroið muni eflast talsvert í kjölfarið. Þetta mun eflaust gefa fleirum kost á að stunda íþróttina, ungum sem öldnum. Einnig inní lögunum er ákvæði um að rafmagnshjól séu undanþegin vörugjaldi þannig að þau ættu einnig að lækka í verði og verða að raunverulegum kosti í sumum tilvikum

Siv Friðleifsdóttir lagði fram breytingartillögu undir lokin um að bifhjólaleigur fengju einnig að kaupa hjól án vörugjalds, en sú tillaga var felld.

Vefurinn fyrir hönd allra vélhjólaíþróttamanna óskar landsmönnum til hamingju með áfangann og þakkar stjórn MSÍ fyrir vel unnin störf.

8 hugrenningar um “Lögin samþykkt”

 1. Þetta er frábært, loksins búið að viðurkenna motocross hjól sem íþróttartæki.

  Rak augun í eitt í breytingartillögunum sem samþykktar voru en það er:
  a. 1. og 2. málsl. l-liðar 1. tölul. orðist svo: Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna, svo og til aksturs til og frá slíkum atburðum.

  Er þarna ekki komið hreint og klárt leyfi fyrir því að hjóla heiman frá sér að keppnis/æfingarstað?

  Bara smá pæling.

 2. Athyglisverður punktur. Ég veit ekki hvernig rallýmenn hafa túlkað þessi lög. Hafa þeir farið á sérmerktum rallýbílum og „æft“ sig á Dómadalnum?

 3. just pæling! Geta motocrosshjólaeigendur þá farið fram á endurgreiðslu vörugjalda afturvirkt af eldri hjólum? eða er þatta bara virkt á ný hjól frá og með staðfestingu laganna?
  Og einnig, eru ekki vörugjöldi af MX hjólum 30%? því þá einungis 20% lækkun?
  Bara pælingar!

 4. Sælir
  Rallýmenn geta ekki notfært sér þetta, það eru engin skilgreind æfingarsvæði fyrir þá.

  Þeir hafa bara örfáa daga fyrir og eftir keppni til að nota bílinn en geta ekki skoðað á honum.

 5. Til að aka til og frá æfingum og keppnum þarf maður að vera með skoðun á farartækið sem að motocrosshjól myndu aldrei fá vegna skorts á ljósum, flautu osfrv. Spurning hvort endurómenn sjái hag í því að flytja hjólin án vörugjalds og geta bara hjólað á samþykktum æfingasvæðum sem eru ekki svo mörg. Kannski einhverjir myndu vilja eiga tvö hjól, annað á hvítum númerum og hitt til keppnisiðkunar.
  Aftur á móti gæti ég trúað að Trial-menn að sjá sér hag í nýju lögunum. Það ætti að vera frekar auðvelt að koma upp skemmtilegum trial-æfingasvæðum t.d. inni á Bolaöldu svæðinu, Mosó, Akureyri osfrv.
  @Nikki. Lögin eru ekki afturvirk.
  100×1,3 = 130
  130-20% = 100 (svona um það bil)

 6. verðið á hjólum án vörugjalda ætti að lækka meir en 20% því vsk reiknast á innkaupsverð +vörugjald og verður því lægri í krónutölu þannig að lækkunin sem við ættum að sjá er svona 28-30%

 7. Svo að þið stærðfræðisnillingar getið hætt að rífast um þetta þá er lækkunin nákvæmlega 23,076923%

  Útreikningur = Grunnverð á hjól x VSK x Vörugjald
  Verð áður = 100 x 1,255 x 1,30 = 163,15
  Verð nú = 100 x 1,255 = 125,5
  Mismunurinn = 163,15 – 125,5 = 37,65

  Einföld stærðfræðiregla segir að hluti / heild = prósenta
  Deilum þá mismuninum í heildarverð = 37,65 / 163,15 = 0.23076923 = 23,076923%

Skildu eftir svar