Vefmyndavél

Hestamenn og hjólamenn mætast án vandræða

Það er enginn heimsendir fyrir hestamann að mæta motorhjóli. Ef ákveðnar reglur eru hafðar í huga eru meiri möguleikar á að þetta gangi vel. KKA hefur gert myndband sem sýnir hversu auðvelt þetta er.

Mikilvægt er að hafa ákveðnar reglur í huga.

 • Hjólamenn eiga að víkja út í kant þegar þeir mæta hestamönnum, stöðva og drepa á hjólinu og taka af sér hjálminn
 • Ekki ræsa hjólið fyrr en hesturinn hefur fjarlægst aftur.
 • Hestamaðurinn bregst við með ró, hann veit að hesturinn skynjar hans líðan.
 • Hann klappar hestinum róandi á makkann og ræðir við hann í rólegum tón.
 • Hesturinn skynjar fum eða hræðslu, allur æsingur knapans verður til þess að hann æsist líka.
 • Knapinn talar rólega við hestinn og ennfremur við þann sem hann mætir.

[youtube width=“485″ height=“344″]http://www.youtube.com/watch?v=Vy7HppUwhq8[/youtube]

1 comment to Hestamenn og hjólamenn mætast án vandræða

 • HH

  Frábært framtak hjá KKA, er ekki hægt að senda þetta til Fjölnis Þorgeirssonar á Hestafréttir? Og eins myndbandið hér fyrir ofan. Um að gera að birta þetta á þeim vettvangi líka.

  Kv. Helga H.

Leave a Reply