Vefmyndavél

Auka æfing á fimmtudaginn, FRÍTT

Næstkomandi fimmtudag, 30. desember, verður auka æfing í Reiðhöllinni Víðidal kl 17:00 fyrir 50/65cc og kl 18:00 fyrir 85cc. Þetta verður  skemmtiæfing þar sem við munum setja upp skemmtilega braut og hafa nokkrar skemmtilegar keppnir, og svo eftir það munum við vera með heitt kakó og piparkökur fyrir alla. Hver veit nema (H)jólasveinninn muni mæta?

Frítt er á þessa æfingu fyrir alla á 50/65/85 og eru allir velkomnir.

Hlökkum til að sjá sem flesta á fimmtudaginn á síðustu æfingu ársins.

Kær kveðja,

Gulli og Helgi Már

Leave a Reply