Veðrabreytingar

Veður breytist oft og hratt hér á landi. 
Nú t.d. er allt í einu 5 stiga hiti, eftir að jörð hefur verið frosin í einhvern tíma.
Aðstæður eru því eins og að vori.  Vatn situr í efstu lögum jarðvegarins og drullusvöð myndast.  Hafið þetta endilega í huga og sleppið öllum akstri tví- og fjórhjóla þegar svona aðstæður koma upp.  Skemmdirnar sem hljótast af slíku brölti eru fráleitt virði þeirrar skemmtunar sem fæst út úr einum túr.  Einn svona túr, eins manns, getur kostað tóm leiðindi í langan tíma fyrir alla sem á eftir koma.

Skildu eftir svar