Lokahóf MSÍ í DAG!

Lokahóf MSÍ fer fram á morgun í veislusal Rúbín við Öskjuhlíð. Húsið opnar kl: 19:00 og boðið verður upp á glæsilegan 3 rétta kvöldverð. Rjómalöguð villisveppasúpa er í forrétt, Lynggrillað lambalæri ásamt ristuðu grænmeti og kryddkartöfluteningum í aðalrétt og súkkulaðikaka með rjóma og hindberjum í eftirrétt.

Athugið að borðhald hefst á slaginu kl. 20:00, mætið því tímanlega og munið snyrtilegan klæðnað.

Og þar sem það er uppselt í matinn, þá verður selt inn eftir mat (ca. 21:30) fyrir þá sem náðu ekki að tryggja sér miða.
Miðaverð 2.500,- kr.

Skildu eftir svar