Kári og Bryndís akstursíþróttamenn ársins

Kári Jónsson

MSÍ tilkynnti um helgina að Kári Jónsson og Bryndís Einarsdóttir hafi verið valin sem akstursíþróttamenn ársins.

Kári Jónsson varð í ár Íslandsmeistari í þriðja sinn í Enduro. Hann hafði talsverða yfirburði á árinu, nema í síðustu keppninni þegar hann keppti stuttu eftir handarbrot en náði þó að sigra með naumindum.

Bryndís Einarsdóttir keppti í sumar í tveimur seríum, Hollenska meistaramótinu og Heimsmeistarakeppninni. Hún fékk samtals 15.stig í heimsmeistarakeppninni og endaði í 29.sæti. Besti árangur hennar var 13. sæti í einu motoi í Þýskalandi. Hún var venjulega í top 10 í hollenska meistaramótinu.

Kári og Bryndís eru því tilnefnd fyrir hönd MSÍ í keppninni um Íþróttamann ársins sem Samtök íþróttafréttamanna velur.

Bryndís Einarsdóttir

Skildu eftir svar