Hjólað á ÍS

Það  var góður hópur sem mætti á ísinn í dag. Flott veður og Harði Pétur lagði krefjandi braut. Ekki var mikið um að menn væru að sultast á hausinn enda vildu allir vera klárir fyrir MSÍ árshátíð í kvöld. Ja!!! nema einn, „litli“ Harði Pétur náði ekki einum hring áður en hann testaði hörkuna í ísnum, jú og ísinn var harður, hjól og maður runnu langa lengi 🙂  Svo var heitt kakó á kanntinum sem allir voru þvílíkt ánægðir með. Skemmtilegur dagur með skemmtilegu fólki. Sjáumst hress í kvöld.

Vatnanefndin þ.e Harði Pétur að græja brautina.
Ást á ísnum?
Halli töffari.
Svona handapoka bjarga svona íshjóleríi

Skildu eftir svar