Aðalfundur 2010 – Nýtt starfsár hafið

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins fór fram í gær.  Ný stjórn tók við og enn eitt spennandi starfsárið er hafið.
Um 30 áhugasamir félagar mættu á fundinn sem var með hefðbundnu sniði.  Skýrsla stjórnar var lögð fram ásamt reikningum líðandi starfsárs.  Ánægjulegt var að sjá að félagið stendur nokkuð vel og er nánast skuldlaust, þrátt fyrir erfitt árferði.
Kosið var í stjórn og nefndir – fátt um breytingar í þeim efnum og mun Hrafnkell taka eitt árið enn sem formaður.
Eftir kaffihlé spunnus fjörugar umræður um starf félagsin;  Keppnisfyrirkomulag, Enduróslóðar og fl. var rætt og marga punkta sem fram komu mun Keli taka með sér á formannafund MSÍ sem verður í vikunni.
Skýrsla stjórnar, reikningar og fundargerð eru hér

Aðalfundur VÍK 100.11.2010 (PPT)

Ársreikningar 2010 (pdf)

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins – skýrsla stjórnar vegna 2010 (pdf)

Skildu eftir svar