Vefmyndavél

Skráning hafin í kreppukeppni

Verðlaunin í fyrsta Kreppukrossinu

Hin árlega Kreppukeppni verður haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 23.október. Brautin er í toppformi og hefur nýlega verið tjúnnuð upp og tekin í gegn.

Keppt verður í 85cc, B 40+, B flokki, MX-Kvenna, MX-Unglinga, MX-2 og MX-Open flokkum. Minnst 3 keppendur þurfa að vera skráðir í flokk til þess að viðkomandi flokkur telji til verðlauna

Skráningargjaldið er aðeins 3000 krónur og er líklegt að allt verði fullt af flottum verðlaunum eins og venjulega. Skráningin er á www.msisport.is. Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 21.10

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um brautina.

Leave a Reply