Kreppukeppni 2010 afstaðin

Rúmlega 40 keppendur tóku þátt í Kreppukeppninni í Þorláskhöfn síðastliðinn laugardag. Veðurguðirnir voru fremur blíðir þennan fyrsta dag vetrar þrátt fyrir smá kulda. Brautin var flott og keppendur snöggir að hjóla í sig hita. Allt gekk þetta nokkuð vel fyrir sig en þó náði einn keppandi að slasa sig á hendi eða handlegg. Ekki náðu allir að ljúka keppni og ber þá helst að nefna Magnús nokkurn Ingvarsson sem tók þátt í sinni fyrstu mótorkrosskeppni. Það er kannski ekki sérstaklega til frásagnar nema fyrir það að Magnús lærði á gírana á hjólinu daginn fyrir keppni. Ég hef það eftir öðrum keppanda að Magnús hafi ákveðið að á þessu ári, fram að 50 ára afmæli sínu, myndi hann taka þátt í öllum þeim íþróttagreinum sem keppt er í á vegum ÍSÍ. Magnús á heldur betur hrós skilið fyrir seiglu og hugrekki.

Margir sýndu gríðarlega góða takta og spennandi verður að sjá árangur og framfarir manna og kvenna á næsta keppnistímabili.

Því miður urðu mistök í skráningu þar sem að MX2 og Unglingaflokkur voru keyrðir saman. Guðmundur Kort var skráður í báða flokkana og vegna þessara mistaka taldi aðeins Unglingaflokkur til úrslita. Ef þetta hefði  ekki komið til hefði Guðmundur ekki aðeins unnið unglingaflokkinn heldur einnig verið verðlaunaður fyrir sigur í MX2.

Verðlaunin voru gríðarlega vegleg en þau fyrirtæki sem gáfu verðlaun voru:

  • Atlandshumar ehf.
  • Frostfiskur ehf.
  • Ölgerðin
  • Ferrozink
  • Olís Norðlingahollti
  • Skálinn Þorlákshöfn

Þeir sem lentu í 1. sæti í öllum flokkum fá einnig árskort í brautina í Þorlákshöfn frá Vélhjóladeild Umf. Þórs og verða kortin send til þeirra í vikunni.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem tóku þátt og aðstoðuðu við þessa keppni og þá vil ég sérstaklega þakka þeim sem sáu um að flagga.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Helga Helgadóttir

Úrslit Kreppukeppninnar

85cc flokkur

  1. sæti    Þorsteinn Helgi Sigurðarson
  2. sæti    Gylfi Þór Héðinsson
  3. sæti    Alexander Örn Baldursson

Kvennaflokkur

  1. sæti    Bryndís Einarsdóttir
  2. sæti    Einey Ösp Gunnarsdóttir
  3. sæti    Björk Erlingsdóttir

B-flokkur

  1. sæti    Pálmar Pétursson
  2. sæti    Hjörtur Pálmi Jónsson
  3. sæti    Helgi Valur Georgsson

40+ flokkur

  1. sæti    Haukur Þorsteinsson
  2. sæti    Ragnar Ingi Stefánsson
  3. sæti    Guðni Friðgeirsson

Unglingaflokkur

  1. sæti    Guðmundur Kort
  2. sæti    Guðbjartur Magnússon
  3. sæti    Haraldur Örn Haraldsson

MX2

  1. sæti    Eyþór Reynisson
  2. sæti    Björgvin Jónsson
  3. sæti    Jóhann Smári Gunnarsson

MX-open

  1. sæti    Viktor Guðbergsson
  2. sæti    Daði Erlingsson

Nánari úrslit eru á msisport.is

Skildu eftir svar