Vefmyndavél

Krakkakrossskóli VÍK

Úthaldsæfingar mánudaga og fimmtudag – Hjólaæfingar á sunnudögum

Í vetur mun VÍK gera tilraun með krakkakrossskóla. Úthaldsæfingar eru þegar hafnar í Selásskóla á mánudögum og fimmtudögum kl. 17. Þar bjóða þjálfararnir Helgi og Gulli upp á úthalds- og þrekæfingar ásamt léttum leikjum og teygjum. Markmiðið er að gera krakkana sterkari og tilbúin í hjólaæfingar sumarsins um leið og þau kynnast hvort öðru á æfingunum.

Einnig verður boðið upp á æfingar á sunnudögum kl. 16-18 í Reiðhöllinni eins og síðasta vetur.  Hópnum verður skipt eftir getu:

Kl. 16 – 50 og 65 cc hjól og byrjendur

Kl. 17 – 85cc hjól og hraðari ökumenn á 65cc hjólum

Gulli og Helgi verða á staðnum og munu skipta hópnum upp eftir getu og stýra æfingunum. Þessar æfingar voru gríðarlega vel sóttar síðasta vetur. Fyrir áramót hefjast æfingar 24. október og standa til áramóta. Eftir áramót fáum við Reiðhöllina einungis fram í miðjan febrúar þar til aðrir fastir notendur taka yfir alla lausa tíma.

Nokkrir valmöguleikar eru í boði varðandi æfingarnar og hægt er að skrá sig í eftirfarandi valmöguleika:

Verð til áramóta

A) Þrekæfingar mánudaga og fimmtudaga kl. 17                            10.000 kr. (19 æf. til 18. des.)
B) Hjólaæfingar eingöngu í Reiðhöllinni kl. 16 / 17                         15.000 kr. (10 æf. til áramóta)
C) Þrekæfingar + hjólaæfingar í Reiðhöllinni kl. 16 / 17                  18.000 kr.
D) Stakur tími í hjólaæfingu í Reiðhöllinni                                        2.000 kr.

Hægt er að nota Frístundakortið til að borga tímana. Samingur er á milli AÍH og VÍK þannig að Hafnfirðingar geti skráð börn sín á námskeið hjá AÍH fyrir 15. október og fengið styrk fyrir námskeiðunum.

Skráðu þig hér:  namskeid (at) motocross.is

Leave a Reply