Vefmyndavél

Ferð að Mývatni

Nýja brautin við Mývatn

Ég og Tedda erum að skella okkur Norður í Mývatnssveit næstu helgi og ætlum að taka út nýju Crossbrautina þar og hugsanlega taka léttan Enduro túr í leiðinni undir stjórn Stebba yfir Enduro kóngs.
Ef einhverjir vilja bætast í hópinn þá get ég tekið 7 hjól með, þannig að ég er með 5 aukapláss á kerru þannig að menn og konur geti farið saman á bíl, ég tek 1.000 kall á hjól uppí olíukostnað.
Hægt er að fá gistingu til dæmis hjá Eldá í  Mývatnssveitinni og kostar gistingin frá 2,900 nóttin og hægt að fá dýrari gistingu og þá eru uppábúin rúm og einnig er hægt að fá morgunverð og fl.
Stebbi verður sem súper kjör í Jarðböðin og verður með frumsamdar limrur handa okkur að hlusta á í Jarðböðunum eftir góðan hjóladag, þetta er nýjung sem Stebbi er farinn að bjóða uppá 🙂
Er ekki málið að fjölmenna í Mývatnsveitina og skemmta sér þar.
Veðurspáin er nokkuð góð fyrir helgina.<
Ef þið hafið áhuga á plássi á kerru endilega verið í sambandi í síma 8961312
#10 Haukurinn

2 comments to Ferð að Mývatni

Leave a Reply