Trial des Nations

Það var Spánn sem sigraði á Trial des Nations sem fór fram í Póllandi um helgina.  Lið Spánverja var skipað Albert Cabestany (Sherco), Toni Bou (Repsol Montesa), Adam Raga (Gas Gas) og Jeroni Fajardo (Beta) og má sanni segja að þeir hafi rúllað keppninni upp með einungis 14 refsistig, 38 stigum færri en Stóra Bretland sem varð í öðru sæti. Ítalía varð í þriðja sæti með 123 stig. Þetta er sjöunda árið í röð sem Spánn rúllar upp titlinum – þeir eru næstum því komnir með einokun á þessu 🙂  Með því að smella hér er hægt að sjá úrslitin brotin niður á þrautir.

Hérna er skemmtilegt myndband til að fá fólk í smá mánudags trial fíling…

Skildu eftir svar