Vefmyndavél

Opin umræða um keppnishald í sumar

Nú þegar keppnistímabilinu er lokið og það er enn í fersku minni, ætlum við að opna fyrir umræðu um keppnirnar í sumar. Segið ykkar skoðanir hvort sem þær voru góðar eða slæmar, hvort sem þið voruð keppendur eða áhorfendur, hvort brautirnar voru góðar eða slæmar, hvort skipulagið var gott eða slæmt og svo framvegis.

Við erum að tala um allar keppnir; íscross, enduro, motocross, Klaustur og endurocross.

Reynum að forðast skítkast en koma heldur með hrós eða uppbyggilega gagnrýni.

21 comments to Opin umræða um keppnishald í sumar

 • Raggi 751

  Ég væri til í lengra motocross tímabil , fleiri keppnir á fleiri stöðum.eins og þorlákshöfn,akranes,sellfoss o.f.l. Líka enduro keppni á Hellu!!

 • palmarpet

  Pálmar #959
  Tók þátt í nokkrum keppnum í sumar og verð að segja að mér fannst þær allar æði, íscross, enduro Bolaöldu, Klaustur, Mx Akureyri og svo bikar Sólbr og bikar Álfsnes. hrikalega gaman allt og vel að þessu staðið, efast ekki um að það liggur rosaleg vinna bakvið hverja einust þessara keppna og eiga þeir sem þessa vinnu unnu mikið hrós og þakklæti skilið en auðvitað væri gott ef fleiri keppnir væru og þá sérstaklega mx og enduro því jú það er ótrúlega mikið til af brautum sem væri gaman að keppa í og raunar magnað hvað við höfum margar crossbrautir miðað við fjölda okkar, bara takk fyrir sumarið allir og keep em up;)

 • theDude

  Flott að sjá Ólafsfjörð koma inní dagatalið en að sama skapi saknar maður Ólafsvíkur, Sauðárkróks, Selfoss eins og Raggi751 segir hérna fyrir ofan. Er ekki tilvalið að Ólafsvík kikki af stað motocross tímabilinu á næsta ári með bikarkeppni um miðjan maí? Sandurinn er góður á vorin.

 • siva

  Við horfðum á nokkrar keppnir í sumar sem voru bara allar mjög flottar en erum með unga púka sem eru að æfa sig og fannst leiðinlegt að Vík skyldi ekki hafa neina púkakeppni fyrir þau í sumar þau þurfa að hafa eithvað markmið að stefna að svo áhuginn haldist. Vonandi verður þetta skoðað fyrir næsta sumar.

 • antonpb

  ég væri til í að sjá motomos keppni á næsta tímabii

 • KTM

  Ég fór á nokkrar keppnir og eina sem ég man hefði mátt laga var klósett aðstaða á klaustri.
  Það voru hvað 400 keppendur þar + örugglega 400 áhorfendur og aðeins 4 klósett sem voru orðin frekar ógeðsleg strax um 12 á sunnudag. Síðan mættu vera fleirri keppnir eins og var heldin í álfsnesi um daginn sona skemmtikeppni

 • Lilja

  Þetta var flott keppnissumar. Ég vil endilega hafa keppnir á sömu/svipuðum stöðum á sama tíma, bara uppá bókanir og annað á gistingum, fríum etc. Myndi vilja færa keppnina í Bolöldu á aðra helgi en þegar menningarnótt er. Hvað varðar Klaustur, þá held að það sé samdóma álit margra að koma því í verk við staðarhaldara að setja upp tjaldaðstöðu þarna með klósettum og rennandi vatni fyrir komandi ár. Er svo helv. þægilegt að geta verið bara á staðnum með hýsið/tjaldið/bílinn og myndast skemmtileg stemming. Búið að vera soddan vesen með gistingu/tjaldstæði þarna í kring . Líka að hafa keppnina sjálfa á laugardeginum um hvítasunnu. Annars frábært sumar, Jaðar var frábært svæði, alger perla sem er algert möst að hafa enduro á komandi árum. Takk fyrir gott sumar og keep up the good work 🙂

 • HH

  Sem foreldri keppanda var ég bara nokkuð sátt við þetta keppnissumar. Gaman fannst mér að hafa verðlaunagripina svona fremur óhefðbundna. Passa þarf að wc séu ekki of langt frá keppendum (sbr. Ólafsfjörður). Flöggun kom ágætlega út en hefði stundum mátt vera betur skipulögð og slæmt að starta keppni áður en flaggarar voru komnir á sinn stað. Púkamót spes fyrir 12 ára og yngri hefði mátt vera í lok sumars svona svipað og var í MotoMos í fyrra, spurning um að slá því saman við svona skemmtimót eins og var í Álfsnesi. Annars bara takk fyrir sumarið og takk allir sem lögðu sína vinnu í mótin.
  Helga Þorlákshöfn

 • Jónsi

  Klapp á bakið til sjónvarpsþáttagerðamanna. Svo tek ég undir allt hitt hér að ofan, sérstaklega fleiri skemmtikeppnir þar sem A-ökumenn grilla pylsur í liðið eða flagga

 • dadifreyr

  Umsjón á álfsnesi í sumar var frekar slöpp nema águst-september. Ég hefði vilja fá álfsnes í betra ástandi yfir sumarið. Síðustu tveir mánuðir hafa verið frábærir hjá honum Garðari. En þetta er það eina sem ég get sett út á brautir, keppnir og annað slíkt.

 • Haraldsson

  mér fannst þetta bara flott sumar og flottar keppnir.. en mér finnst vannta alvöru enduro keppnir og fleyri enduro cc keppnir, það voru alltof fá stig í pottinum á 3keppnum.

 • Hvernig er „alvöru“ endurokeppni í þínum huga?

 • Raggi 751

  Hella er alvöru enduro!

 • Haraldsson

  Alvöru enduro er eitthvað sem er vel krefjandi. ekki endilega að vera á 100kmh allan tíman heldur grjót brölt og mýrar og lækir og fl. bara eithvað sem tekur virkilega á ! 😀

 • Raggi 751

  verður bikarkeppni í þorákshöfn?

 • david

  Ég er mikill áhugamaður og mætti á allar motocross keppnirnar.

  Það sem ég mundi vilja sjá næsta sumar er að lengja motoin og breyta flokkunum í mx1 og mx 2. Skil ekki alveg af hverju við erum með mx open. Ef einhver getur útskýrt það væri það mjög fínt. Svo finnst mér að við ættum að keyra 2×30 mín plús 2 hringi eins og gert er erlendis í mx1 og mx2.

  Kv Davíð

 • Raggi 751

  sammála david hafa þetta eins og er erlendis. maður verður bara betri ef motoin eru lengri.

 • Sindri

  Kreppukeppnin verður haldin þann 23. október, keppnin verður með svipuðu sniði og síðast, nánari upplýsingar síðar.
  Kv. Sindri Þorlákshöfn

 • 737

  Er ekki málið að bæra við fleiri flokkum innan flokka, þ.e. að vera með flokka fyrir þá sem eru ekki á topp keppnis level, veit ekki betur en að þetta sé mikið gert erlendis og þá væntanlega til að fjölga keppendum, þannig að það séu 2-3 flokkar innan flestra flokka og þá geta menn sem eru ekki í toppbaráttu verið að slást sín á milli um sæti í þeim flokkum, gerir þetta meira spennandi fyrir okkur búðingana.

  Tók þátt í öllum Enduro og einni MX keppni og var mjög sáttur við þetta allt en vill sjá tvö moto í enduro aftur.

  Svo vantar alveg alvöru sand enduro að vori, Klaustur er ekki að ná því á þessari braut og fínt að henda inn einu móti fyrir Klaustur. Það hlýtur að vera hægt að finna góðan hring í öllu þessu sand flæmi okkar.

  Mikið hrós á alla sem lögðu á sig vinnu fyrir okkur hina.

  kv,
  Stebbi

 • Hjörtur-220

  Góðan dag
  Sammála 737 varðandi flokkana. Sjáum til dæmis hvað + 40 flokkurinn hefur gert fyrir MX og enduro Þetta hefur togað til sín fullt af „nýum“ keppöndum.
  Mér dettur í hug til að bæta við fjöldan í A að bæta við +35eða 40 í MX og Enduro eða
  Þetta ætti ekki að þurfa að auka kostnað á neinn hátt.
  Og líka nýliðar í A
  HPJ

 • demon

  Þetta er hárrétt með flokkana, gömlu kjellurnar sem eru með í kvennaflokknum hafa ofsalega gaman að því að keppa hver við aðra, þó þær séu stundum neðarlega í heildina. Þannig að kvenna 30+ er flokkur sem á að vera til og keyrður með kvennaflokk. Raunar voru veitt verðlaun fyrir sumarið fyrir kvenna 30+, en þar var um frábært framtak einstaklinga að ræða.

Leave a Reply