Vefmyndavél

Göngur í Landnámi Ingólfs

Verið er að smala fé til rétta í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, fyrri leit dagana 17.-19.september,og seinni leit dagana 1.-3. október n.k., allt frá Reykjanesskaga til Kjósar og þar með á Mosfellsheiði, á Hellisheiði, á Hengilssvæðinu og í Grafningsfjöllum.
Brýnt er að gangnamenn fái næði til að sinna störfum sínum þessa daga og er þess vinsamlegast óskað að fólk verði þá ekki á ferð á vélhjólum á þessum svæðum.

Með bestu kveðjum,
Ólafur R. Dýrmundsson
Bændasamtökum Íslands

Leave a Reply