Ferðafrelsið Jarðað með athöfn


Á fundi ferðafrelsinefndar (með aðkomu fjölda félagasamtaka) í kvöld(21.sept) var skipað í framkvæmdanefnd fyrir verkefni útivistarfélaga á Íslandi um að halda stærstu jarðarför fyrr og síðar í Vonarskarði 2. október kl. 13:00. Í nefndinni eru Unnar Garðarsson, Davíð Ingason, Einar Haraldsson, Jón Snæland, Guðmundur G. Kristinsson og Sveinbjörn Halldórsson sem fer fyrir nefndinni.

Fyrsta verkefni nefndarinnar verður að undirbúa stærstu jarðarför fyrr og síðar á Íslandi þar sem jarða á ferðafrelsi á Íslandi með táknrænum hætti með tilvísun í væntanlega lokun á Vonarskarði.

Stefnt er að því að þúsundir áhugafólks um ferðafrelsi hittist á ákveðnum stað í Vonarskarði 2. október (nánari staðsetning kemur síðar) og fulltrúar fjölda útivistarfélaga reisi þar saman einn stærsta kross á Íslandi með áletrun um hin geræðislegu vinnubrögð stjórnvalda sem hafa verið viðhöfð í undirbúningsvinnu að Vatnajökulsþjóðgarði og stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Mörg önnur verkefni eru í farvatninu og verður þeim gerð skil næstu daga hér á vefnum hjá Ferðaklúbbnum 4×4 og á vefsíðu fjölda annarra útivistarfélaga á landinu. Má þar til dæmis nefna sjónvarpsþátt um vinnubrögð stjórnvalda, kæru til umboðsmanns alþingis, stjórnvaldskæru á stjórnvöld og fleira.

Tekið af vef F4x4.is
____________________________________________

Þess ber að geta að Umhverfisráðherra hefur ekki enn tekið afstöðu til verndaráætlunnar Vatnajökulsþjóðgarðs og er þessi viðburður til að mótmæla þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við gerð verndaráætlunarinnar.

Á næsta félagsfundi Slóðavina miðvikudaginn 29.sept verður farið yfir skipulagningu þessa viðburðar. Sjá hér

2 hugrenningar um “Ferðafrelsið Jarðað með athöfn”

  1. Staðsetnings krossins v/ Sprengisandsleið:
    http://f4x4.is/index.php?p=143217&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p143217

    Fólk þarf að leggja af stað úr bænum um kl08, og hjólarar eitthvað fyrr. Keyrt er upp Sprengisandsleið og Kvíslarveituveg til baka. Þessar leiðir eru greiðfærar óbreyttum bílum að öllu jöfnu.

    Opið bréf til umhverfisráðherra í mbl :
    http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=107964

Skildu eftir svar