Vefmyndavél

Crossfit Moto æfingar í vetur!

Það heitasta í sportinu í dag er CrossFit. VÍK, MX-skólinn

Róðrarvélarnar bíða okkar í röðum!

og Hondagengið/Óli Gísla ætla í haust að bjóða upp á svokallaðar Crossfit Moto æfingar í samvinnu við Crossfit Reykjavík. Einn eigenda Crossfit Reykjavík er Árni #100 lögga Gunnarsson og hann þekkir mjög vel hvað hjólafólk þarf að gera til að koma sér í form.

Crossfit er ætla að byggja upp líkamlega hreysti á mjög breiðum grunni.
Crossfit Moto æfingarnar eru lagaðar að getu allra, óháð líkamlegri færni eða formi þannig að sömu æfingar henta öllum , hvort sem menn hobbí hjólarar eða keppnismenn.
Æfingarnar hefjast 30. september í húsnæði Crossfit Reykjavík í Skeifunni og verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 20. Verðið fyrir mánuðinn er 4.500 kr. Ef áhugi er fyrir hendi verður mögulega bætt við aukaæfingu. Crossfit æfingar eru snarpar og taka alltaf innan við klukkutíma. Allir 12 ára og eldri geta komið og prófað að taka þátt en æfingaálagið og þyngdir eru lagaðar að hverjum og einum.
Þeir sem hafa áhuga á sækja þessar æfingar geta skráð sig með því að senda tölvupóst á vik@motocross.is
Með þessu erum við sem höfum verið að halda úti þrekæfingum yfir veturinn að sameina krafta okkar og draga saman þá hjólara sem hafa áhuga á að æfa og vera í formi allt árið og í megaformi fyrir næsta hjólasíson.
Kveðja,
Keli, Össi, Óli Gísla, Helgi, Gulli og Crossfit Reykjavík

Leave a Reply