MX Bolaöldubraut 2010

Frábær mæting var á vinnukvöldið í gærkvöldi. Um 30 manns mættu til að gera brautina og alla aðstöðu eins flotta og mögulegt er. Það var unnið við að þrífa allt húsið undir skeleggri stjórn Bínu, það var verið að smíða nýja þvottaaðstöðu, það var verið að hreinsa grjót og græja til brautina, það var verið að lagfæra hitt og þetta. Kalli stjórnaði grillinu og stepurnar ( Bína, Helga og Guðný) græjuðu borgarana ofaní hungraða vinnuþjarka. Þökkum öllu þessu frábæra fólki fyrir aðstoðina.

Smá vesen kom upp með jarðýtuna í gær sem varð til þess að ekki náðist að klára alla brautina fyrir myrkur. Gaðrar og Tóti mættu við sólarupprás í morgun til að klára brautina sem er að sögn HRIKALEGA flott. Nú er vatni dælt í ómældu magni svo að brautin verði geggjuð á morgun.

Gott væri ef einhver af vinnuþjörkum gærkvöldsins gætu séð af ca 1-2 klst í kvöld til að klára frágang á þvottaraðstöðu og merkingum á brautinni.

Gaman saman.

Skildu eftir svar