Stórkostlegar framkvæmdir á Klaustri

Ný lega brautarinnar

Ábúendur á Ásgarði hafa ekki setið auðum höndum undanfarið. Strax eftir Klausturskeppnina var farið að ræða hvernig mætti þræða framhjá mýrinni ógurlegu. Eyþór og Hörður voru með einfalda lausn – ýta einfaldlega upp braut í gegnum mýrina. Hreint ekki lítið verkefni enda engin smá vegalengd. En það er greinilega allt hægt.

Kíkið á þetta!

Það er sem sagt búið að ýta upp uþb 6 metra breiðri braut í gegnum alla mýrina eftir upprunalegri legu brautarinnar. Kjartan hafði samband og þegar hann var að lýsa þessu var hann svo uppnuminn að það var ekki auðvelt að skilja hann en orð eins og battar, hallandi beygjur og blast kaflar yfir mýrina var meðal þess sem kom frá honum 🙂 Þetta er algjörlega mögnuð framkvæmd og ekki spurning að þetta muni gjörbreyta keppninni næsta sumar. Með þessu opnast að auki möguleiki á að lengja brautina um 4-5 km. Þar fyrir utan er búið að jafna brautina og bera fræ og áburð þar sem þess var þörf, til að gera hana klára í slaginn næsta vor. Í vetur mun svo nýja svæðið þjappast og þorna enn betur og vera klárt í mögnuðustu keppni ársins 2011. Bestu þakkir til allra á Ásgarði – það er einstakt að eiga samstarf við svona fólk! 🙂

Brautin var lögð skv. upprunalegri legu brautarinnar.
Nýr árbakki
Þarf eitthvað að ræða þessa snilld?!


5 hugrenningar um “Stórkostlegar framkvæmdir á Klaustri”

Skildu eftir svar