Vefmyndavél

Krakkadagur á Ljósanótt

Krakkar hafið þið áhuga á að taka þátt í sýningarakstri ?

Laugardaginn 4 sept kl. 15.00 verðum við með sýningarakstur barna 12 ára og yngri á vélhjólum og fjórhjólum fyrir neðan SBK húsið á malarsvæðinu hjá smábátahöfninni í Keflavík. Mæting kl. 14.30.

Þetta er liður í kynningu á sportinu og höfum við verið með síðustu 3 ár og tekist mjög vel.
Nú er um að gera að vera með og skrá sig. Skráning hafin á rm250cc@simnet.is og  erlavalli@hotmail.com og lýkur á fimmtudag á miðnætti.

Kveðja
Púkadeild VÍR

Leave a Reply