Vefmyndavél

Álfsnes lokuð til kl. 17 í dag

Garðar var í Álfsnesi í gær með haugsuguna og keyrði fleiri tonn af vatni/sjó í brautina. Sama verður gert í dag til að ná upp raka í brautina fyrir keppnina á laugardaginn. Brautin er mjög flott enda lagfærð rétt fyrir síðustu helgi og verður vonandi í topp standi í kvöld. Bikar/styrktarkeppnin fer fram á laugardag og stefnir allt í góða keppni.

Bolaöldubrautin var vökvuð í gær en er hörð og slitin eftir helgina, við mælum því frekar með Álfsnesi í kvöld ef menn ætla að hjóla. Sjáumst í kvöld -muna bara eftir miðunum hjá Olís í Mosó.

Leave a Reply