Vefmyndavél

Þakkir frá Landsliðinu

Íslenska landsliðið í motocross sem fer á MXON í september vill koma á framfæri kæru þakklæti til VÍK og allra þeirra sem með einum eða öðrum hætti komu að framkvæmd styrktarmótsins í Álfsnesi um síðustu helgi. Mótið tókst í alla staði mjög vel, brautin frábær, veðrið gott og allir í góða skapinu. Alls aflaði mótið kr. 244.000 í styrk fyrir landsliðið, sem án efa á eftir að koma í góðar þarfir í því stóra verkefni sem framundan er.

Nú hefur landsliðið sett upp vefsvæði á Facebook, þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála á undirbúningstímanum og einnig á meðan á ferðinni til Denver stendur. Slóðin er

http://www.facebookcom/#!/mxon2010teamiceland

Kveðja Stefán, landsliðseinvaldur

Leave a Reply