Unglingalandsmótið verður á Akranesi

Frá Landsmótinu á Sauðárkróki í fyrra

Vegna kæru frá landeigendum í Borgarfirði verður motocrossið á Unglingalandsmóti UMFÍ fært frá nýrri braut í Borgarnesi til Akraness.

Þrátt fyrir stuttan fyrirvara hafa menn og konur á Akranesi brett upp ermar og gert Akrabrautina klára fyrir keppnina á mettíma. Rúmlega 30 ungmenni eru skráð til leiks og án nokkurs vafa verður mikið stuð á Skaganum á sunnudaginn.

Keppnin hefst á sunnudaginn klukkan 12 og hvetjum við alla til að koma við í Akrabraut og sjá okkar björtustu vonir keppa á landsmótinu.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í heild:

Keppnisfyrirkomulag:

Kl. 11.00 – 12.00            Skoðun keppnishjóla – úthlutun tímatökusenda

Kl. 12.00 – 12.15            85cc flokkur – tímataka og upphitun

kl. 12.20 – 12.35            Unglingaflokkur – tímataka og upphitun

Kl. 12.45 – 13.00            85cc flokkur – Moto 1

Kl. 13.10 – 13.30            Unglingaflokkur – Moto 1

Kl. 13.40 – 13.55            85cc flokkur – Moto 2

kl. 14.05 – 14.25            Unglingaflokkur – Moto 2

kl. 14.40 – 15.00            Verðlaunaafhending

Hér er leiðalýsing að brautinni

3 hugrenningar um “Unglingalandsmótið verður á Akranesi”

Skildu eftir svar