Láttu hjálpa þér með uppsetningu á fjöðrun !

Á Fimmtudaginn kemur til landsins demparasnillingur sem getur hjálpa þér að stilla demparana. Viðkomandi aðili heitir Wayne og er mjög fær í að setja upp og stilla allar tegundir dempara, hvort sem um er að ræða Road-Race, Touring, Supermoto eða Enduro/Motokrosshjól. Hann hefur starfað við Worldsuperbike, MotoGP, WEC, ásamt því að hafa unnið fyrir Ghost Rider svo eitthvað sé nefnt.

Við erum að fá til landsins mjög færan mann sem getur hjálpað okkur að stilla og setja upp dempara á hjólum.

Viðkomandi aðili heitir Wayne og er mjög fær í að setja upp og stilla allar tegundir dempara, hvort sem um er að ræða Road-Race, Touring, Supermoto eða Enduro/Motokrosshjól. Hann hefur starfað við Worldsuperbike, MotoGP, WEC, ásamt því að hafa unnið fyrir Ghost Rider svo eitthvað sé nefnt.

Hann hefur stillt fyrir okkur hjólin þegar við höfum farið erlendis að hjóla í brautum og hefur það gert gæfu mun.

Við viljum stilla þessu í hóf og ætlar hann því aðeins að rukka 10þús fyrir hjól. Og þar sem margir eyða tugum þúsunda og jafnvel hundruðum þúsunda árlega í púst og aukahluti, í von um að hjólin virki betur, ætti því 10þús. ekki að vera mikil peningur í svona lagað, frekar gjöf en ekki gjald

Að hafa réttar stillingar á hjólinu eru ekki bara til þess gerðar að bæta akstur hjólsins, þær spara líka dekkin og veita meira öryggi í akstri, sem gefur svo aftur aukna akstursánægju og betri tíma í braut.

Við stefnum á að hann verði bæði upp á Rallýkrossbraut og jafnvel á einhverju Motokross svæðinu og hjálpað mönnum að setja upp fjöðrunina á meðan þeir taka nokkra hringi og komið svo aftur inn og geta þá sagt hvað þeim finnst og unnið út frá því að „0“ stilla hjólið. Wayne hefur ekki bara margra ára reynslu af uppsetningu hjóla, heldur líka mjög góðan skilning á því hvað hver og einn ökumaður leitar eftir.

Dagskráin er eitthvað svona:

Fimmtudagskvöldið 8. Júlí Rallýkrossbraut á milli 19:00-22:00 (Supermoto og Road-Race)

Föstudagurinn 9. Júlí ef næg þátttaka fæst, þá verður hann með uppsetningu á Enduró og krosshjólum, en til þess að þetta náist, þurfum við í það minnsta 5 manns

Laugardagurinn 10. Júlí Hjólalegan Þórisstöðum Hvalfirði á milli 14:00-18:00

Sunnudagurinn 11. Júlí Rallýkrossbrauti á milli 16:00-19:00 (Supermoto og Road-Race)

Allir þessir tímar geta breyst, bæði eftir veðurfari og þátttöku, því er best að vera í sambandi við mig fyrir hvern tíma. Já það væri gott ef fólk hefur áhuga á þessu, að vera í bandi og bóka þann tíma svo við getum skipulagt þetta almennilega og allir fengið sem mest út úr þessu.

kv
Rúnar P.
s. 6974881
runarpet@internet.is

Skildu eftir svar