Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

kkalogo.pngKKA býður hjólafólki að eiga góða hjólahelgi um verslunarmannahelgina á Akureyri.  KKA mun eftir fremsta megni reyna að gera þessa helgi skemmtilega fyrir þá sem vilja koma og eiga góða helgi á aksturssvæði KKA. Motocrossbrautin mun verða í toppformi svo og endurosvæðið.

Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.

En hugsanlegir viðburðir eru:

  • Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
  • Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
  • Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
  • Motocross æfingar alla helgina.
  • Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.

Annað:

  • Frítt verður í motocrossbrautina á laugardeginum.
  • Geymsla inni fyrir hjól verður í boði þessa helgi.
  • Nítró verslun Aku verður með bakvakt alla helgina.
  • Gasgrill verða við félagsheimili KKA. Allir að grilla saman?

Nánari upplýsingar um tímasettningar o.fl verða þegar nær dregur.

F.h. KKA.   Sig B.(Nítró) Unnar H og Stebbi Gull.

Ein hugrenning um “Heimboð KKA um verslunarmannahelgina”

Skildu eftir svar