Aron í sérflokki í Sólbrekku í dag.

flag5.jpgJames „Robo“ Robinsson náði holuskotinu í báðum mótóunum í MX Open flokki í þriðju umferðinni í Íslandsmótinu í Motocrossi á Sólbrekkubraut í dag.  Ekki náði hann að halda forystunni lengi því Aron Ómarsson tók fljótt framúr honum og hélt forystunni til enda í báðum motounum. Enginn náði að ógna Aroni í dag.

Signý Stefánsdóttir var með mikla forystu í kvennaflokki en helstu keppinautar hennar úr síðustu keppnum voru frá keppni.

Gott veður var á staðnum en brautin var frekar þurr en rigningin lét ekki sjá sig þrátt fyrir spá þar um. Brautin er orðin nokkuð flott eftir að akstursstefnunni var snúið við í sumar, samt þótti hún nokkuð erfið (teknísk). Umhverfið og aðstaðan allt í kringum brautina er á góðri leið með að vera fyrsta flokks.

MX Open

 1. Aron Ómarsson
 2. Hjálmar Jónsson
 3. Eyþór Reynisson

MX2

 1. Eyþór Reynisson
 2. Viktor Guðbergsson
 3. Jónas Stefánsson

85cc

 1. Guðbjartur Magnússon
 2. Þorsteinn Helgi Sigurðsson
 3. Alexander Örn Baldursson

MX Unglingaflokkur

 1. Kjartan Gunnarsson
 2. Guðmundur Kort
 3. Björgvin Jónsson

Kvennaflokkur

 1. Signý Stefánsdóttir
 2. Einey Gunnarsdóttir
 3. Ásdís Elva Kjartansdóttir

B-flkkkur 40+

 1. Haukur Þorsteinsson
 2. Sigurður Hjartar Magnússon
 3. Guðmundur Guðmundsson

B-Flokkur

 1. Steingrímur Örn Kristjánsson
 2. Elís Bergmann Blængsson
 3. Róbert Jónsson

Nánari úrslit hér

4 hugrenningar um “Aron í sérflokki í Sólbrekku í dag.”

 1. Það er vitlaust í báðum fréttum upplýsingar úr unglingaflokki, Kjartan #274 sigraði ekki á fullu húsi stiga, Gummi Kort #99 sigraði fyrra motoið og Kjartan sigraði seinna motoið svo þeir kláruðu jafnir að stigum Kjartan 1. og Gummi Kort 2. á 47stigum. Gott fyrir alla aðila að hafa fréttirnar réttar, keppendur, styrktaraðila og ekki síst fréttamenn svo að fólk viti að þeir séu að fylgjast með.

Skildu eftir svar