Af unglingum, konum og verðlaunum

Startið í 85 cc

MX álfsnes fór fram í gær, veðrið var gott og brautin frábær. Í kvennaflokki, sem var með flesta þátttakendur ,sigraði Signý Stefánsdóttir, Karen Arnardóttir var í öðru sæti og Andrea Dögg í þriðja.  Kvennaflokkurinn var að ég held fjölmennasti einstaki flokkurinn og margir efnilegir keppendur í þeim hópi.

Í 85cc flokki sigraði Guðbjartur Magnússon en fast á eftir honum kom Þorsteinn Helgi og Einar Sigurðsson í þriðja. Þorsteinn hefur verið að springa út undanfarið og hefur sýnt það að hann er til alls líklegur. Guðbjartur hafur verið sterkastur í flokknum það sem af er árinu en Þorsteinn hefur fylgt honum eins og skugginn og vann meðal annars annað motoið á Akureyri. Ekki má gleyma öðrum keppendum eins og t.d. Gylfa Héðinssyni sem sýndi góða takta í dag og fleiri  strákum sem eru til alls líklegir. Sérstök verðlaun eru veitt í 85cc flokki fyrir aldurinn 12-13 ára en þar voru þeir Hlynur, Óliver og Viggó sterkastir . Ég vænti mikils af þessum drengjum í framtíðinni.

Í unglingaflokki sigraði Björgvin Jónsson, Kjartan Gunnarsson var í öðru og Gummi Kort í þriðja sæti. Keppnin í þessum flokki var gríðarlega spennandi. Ingvi Björn  keyrði fanta vel og endaði í öðru sæti í fyrra motoi. Flokkurinn er mjög sterkur  og eru margir strákar til alls líklegir. Til dæmis má nefna Hinrik Óskarsson sem átti frábæra spretti . Einnig var Friðgeir Óli mjög góður.

Í MX unglingaflokki á að veita sérstök verðlaun fyrir 14-15 ára . Einhver vandræðagangur virðist vera hjá mótshöldurum  þetta árið varðandi verðlaunaafhendingar en mótshaldarar virðast hafa gleymt að veita þessi verðlaun bæði á Ólafsfirði og nú  á Álfsnesi.  Verðlaunin sem átti að veita á Ólafsfirði fyrir 85cc 12-13 og MX unglingaflokk 14-15 voru ekki veitt á Ólafsfirði .  Á keppninni í Álfsnesi voru veit verðlaun fyrir 85cc 12-13 ára fyrir MX Ólafsfjörð og MX Álfsnes.  Verðlaunin fyrir MX unglingaflokk 14-15 gleymdust hinsvegar aftur. Vonandi verður þetta leiðrétt sem fyrst.

Hvað okkur feðgana snertir þá lentum við í tæknilegum erfiðleikum í keppninni  en eftir fyrra motoið þurfti Halli að fara á varahjól en í öllum hamaganginum vildi ekki betur til en að það gleymdist að flytja tímatökusendinn milli hjóla og fengust því engin stig úr motoinu þrátt fyrir að hafa skilað sér í mark framarlega.

Að lokum langar mig til að hrósa keppnishaldara fyrir gott skipulag flöggunar á keppninni.  Ég mæli eindregið með því að þetta fyrirkomulag verði notað til framtíðar.

Haraldur

Skildu eftir svar