Vefmyndavél

Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður fólksins?

Vonarskarð á hjóli

Vonarskarð á hjóli

Frestur til að skila inn athugasemdum við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs rennur út þann 24.júní.
Verndaráætlunin hallar talsvert á ferðafólk vélknúinna ökutækja og því hvetjum við ALLA til þess að skila inn athugasemdum (já líka ÞIG).
Verndaráætlunin gengur jafnvel svo langt að loka torfærum slóða um Vonarskarð, fyrir allri umferð nema gangandi, þó svo að gangandi umferð um Vonarskarð hafi í gegnum tíðina verið nánast óþekkt.

Talsverð slóðagrisjun er í gangi og mun Ferðaklúbburinn 4×4 að því tilefni senda út kynningarblað með Fréttablaðinu þriðjudaginn 22.júní þar sem fjallað er um lokun leiða.

En auk þess sem strokleðrið hefur fengið að hitna á slóðakortinu, þá eru einnig takmarkanir á vetrarumferð, án tilliti til árferðis, takmarkanir á skotveiði, slóðar sem eingöngu útvaldir mega nota osfv. Svo er spurning um það hversu mikil uppbygging eigi eftir að eiga sér stað innan þjóðgarðsins í framtíðinni, kanski malbikaður vegur inn í Jökulheima?!!?

Hægt er að kynna sér tillögurnar á http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/starfsemi/a-dofinni/nr/236

Svona ferð þú að því að skrifa mótmælabréf;

  • Kynnir þig með nafni, heimilisfangi, og kennitölu. (jafnvel eldra heimilisfang, gott ef þú hefur búið útá landi 🙂
  • Kynnir þá útivist sem þú hefur stundað og stundar , gott er að nefna þau félagasamtök sem þú hefur verið í.
  • Skrifar athugasemdir þínar t.d. um lokun leiða, fækkun slóða, takamarkanir á umferð, og hvað áhrif upbbygging hefur á upplifun þina í óbyggðum

…og sendir svo á sogv@vjp.is eða skriflega til;
Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, 4. hæð, 101 Reykjavík

Myndir úr hjólaferð um Vonarskarð: http://www.pbase.com/bolli/1200km

Nokkrar línur úr skýrslunni:

“Auðvelda skuli almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf.”

“Vegir, sem opnir eru fyrir almennri umferð innan Vatnajökulsþjóðgarðs, eru aðeins þeir sem taldir eru upp í töflunni hér fyrir neðan. Aðrar leiðir eru lokaðar almennri umferð þótt þær séu greinilegar á yfirborði og án tillits til þess hvort þær eru merktar inn á kort eða uppdrætti annarra en Vatnajökulsþjóðgarðs.”

Vonarskarð“
Forsendur:
Vonarskarð liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og stendur í um 900-1300 m hæð yfir sjávarmáli. Þar er háhitasvæði og innan þess fjögur jarðhitasvæði. Þar er meðal annars kolsýruhverasvæði með hátt verndargildi og þar finnast einnig sjaldgæfar háplöntu- og mosategundir. Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands er verndargildi svæðisins metið hátt vegna þess að þar er fjölbreytileg og upprunaleg jarðfræði auk fágætra og fjölbreytilegra jarðhitaummerkja. Þar myndar gróður fágæta og upprunalega heild. Svæðið er fremur viðkvæmt og þarf ekki mikla umferð til að valda varanlegri röskun á svæðinu.
Markmið:
Að vernda sérstæðar jarðmyndanir og gróður.
Vonarskarð verði vettvangur göngufólks án truflunar frá vélknúnum ökutækjum.
Skilmálar:
Umferð vélknúinna ökutækja er óheimil milli Svarthöfða og Gjóstuklifs, nema á frosinni og snævi þakinni jörð í samræmi við almenna skilmála um vetrarakstur.
Hestaumferð í gegnum Vonarskarð er óheimil.”

Kjós og Skaftafellsfjöll“
Forsendur:
Kjós er dalur í Skaftafellsfjöllum. Þar mynda ljóst líparít og dökkt blágrýti mikla litadýrð. Eftir dalnum rennur Kjósarlækur. Umhverfis dalinn eru brött og nokkuð há fjöll. Kjósarbotn er í hjarta hinnar kulnuðu Skaftafellseldstöðvar. Svæðið er nokkuð vinsælt til gönguferða. Gönguleiðin, sem liggur meðfram Morsánni milli
göngubrúa og þvert yfir dalinn, hefur einnig verið notuð til að flytja kindur í beitarhólf.
Skilmálar:
Mannvirkjagerð verði haldið í lágmarki og ekki stikaðar gönguleiðir í fjöllunum.
Umferð á hestum inn í Morsárdal er háð leyfi þjóðgarðsvarðar.
Hjólreiðar eru aðeins leyfðar á slóða sem notaður er til að flytja kindur í beitarhólfið.
Vetrarakstur er óheimill.”

Heinabergsdalur og Vatnsdalur“
Forsendur:
Heinabergsdalur á Mýrum liggur austan Heinabergsjökuls. Dalurinn er auðveldur yfirferðar og nokkuð gróinn.
Vegur liggur inn miðjan dalinn og er hann notaður við smalamennsku og hreindýraveiðar. Lesa má í landslagið legu jökuls og vatnafar fyrri tíma en greinileg merki eru um strandlínur lóna sem áður voru í dalnum. Dalurinn geymir mikilvæga sögu sambýlis þjóðarinnar við jökla og eyðingu byggðar við jökulhlaup. Innst í Heinabergsdal sést niður í Vatnsdal og er það stórbrotið útsýni. Vatnsdalur er hrjóstrugur og grófur og landmótun jökuls og vatns er áberandi. Mikil hlaup hafa orðið úr Vatnsdal en hlaupin hafa þó minnkað til mikilla muna í seinni tíð.
Volg laug er innst í Vatnsdal. Í Heinabergsfjöllum eru margir áhugaverðir staðir fyrir göngufólk, svo sem tindurinn Humarkló.
Skilmálar:
Umferð vélknúinna ökutækja um veg inn Heinabergsdal er aðeins heimil smalamönnum, hreindýraveiðimönnum og ferðaþjónustuaðilum sem þurfa að aðstoða gönguhópa í skipulögðum ferðum samkvæmt fyrir fram útgefinni ferðaáætlun. Vegurinn rýrir því ekki víðernið. “

“Í greinargerð með frumvarpi til laga um Vatnajökulsþjóðgarð er einnig umfjöllun um markmiðin með stofnun þjóðgarðsins. Þar segir að stofnun þjóðgarðsins sé til þess fallin að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni hans.”

2 comments to Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður fólksins?

Leave a Reply