Trial mót fyrir austan

Trial fyrir austan

Norðuríshafs Trialkeppnin fór fram á laugardaginn við frábærar aðstæður sól og blíða a la austurland.

Úrslit keppninnar urðu þannig.

1. sæti Örn Þorsteinsson 14 refsistig
2. sæti Steinn Friðriksson 16 refsistig
3. sæti Jói Kef 19 refsistig

Eftir keppni var farið í alvöru hardcore trial til þess að sýna Jóa Kef hvernig á að keyra trial hjól án þess að vera á malbiki…. óhætt er að segja að Jói hafi sýnt stórkostleg tilþrif, mesta furðu vakti hvað hjólið skemmdist lítið 😉
Þegar komið var aftur til byggða og á malbik, sýndi Jói okkur hvernig á að aka við þær aðstæður, reyndi að kenna okkur að prjóna og gera nosewheelie.
Keppendur voru 8, allt Gas Gas hjól.
Skorum hér með á ALLA trial menn að mæta austur að ári og taka þátt. Keppnin verður haldin 11 júní 2011.
Til stendur að halda aðra keppni helgina eftir verslunarmannahelgi á suðurlandi, nákvæm staðsetning og tími auglýst síðar.

Kv. Steinn F

tekið af lexi.is

Skildu eftir svar