Vefmyndavél

Supermoto & Motocross æfingar fyrir stelpurnar !

Íslandsvinurinn James „Robo“ Robinson er að koma til landsins til að kenna íslendingum að hjóla, bæði í supermoto og motocross.

Supermoto æfingarnar fara fram næstu 4 þriðjudaga í Go-Kart brautinni í kappelluhrauni. Kennt verða undirstöðuatriðin í Supermoto ásamt nokkrum leynitrixum. Það komast 12 ökumenn á námskeiðið. Skráning er hafinn á namskeid (at) motocross.is

Verð 10.000.- greiðist á fyrstu æfingu.

Stelpu Motocross æfingar !!! Eitthvað sem hefur vantað !
Motocross æfingar fyrir stelpur Mánudaga og Miðvikudaga næstu 4 vikurnar kl 18:00 – 19:30. Það komast 12 stelpur á námskeiðið. Skráning er hafinn á namskeid (at) motocross.is

Verð 15.000.- greiðist á fyrstu æfingu. 125cc-600cc

Fleiri námskeið verða í boði en það kemur hér á netið um helgina.

Heimasíðan hjá James Robinson http://robo102.com/

2 comments to Supermoto & Motocross æfingar fyrir stelpurnar !

  • Silja

    fær maður einhvern staðfestinga póst ?

  • Hekla

    já og kannski líka upplýsingar um hvar fyrsta æfing verður 😉

    vonandi Álfsnes þar sem litlu strákarnir verða þar á námskeiði á sama tíma 🙂

Leave a Reply