Stelpuendúróferð

Stelpuenduroferð verður farin næsta sunnudag 13. júní í boði Blue Mountain og Moto. Mæting er kl. 10.00 á bílaplani Olís við Norðlingaholt. Þær sem eru í vandræðum með hjólin (þ.e. hafa ekki kerru) geta haft samband við Teddu í síma 896-1318.  Þessi ferð er fyrir allar stelpur, fyrir þær sem eru hraðar en líka fyrir þær sem hafa ekki hjólað nema nokkrum sinnum, það verður nóg af fólki til að aðstoða. Veitingar eru í boði Moto og ekkert gjald er tekið fyrir ferðina, þannig að nú er málið að koma í frábæra ferð með frábærum stelpum.
Endilega sendið á mig línu hér eða á e-mailið tedda@bluemountain.is
Ef einhverjar hafa ekki aðgang að hjóli er hægt að leigja þau hjá BlueMountain og eru þau á tilboði 16.000 fyrir þennan dag.

Hlakka til að sjá sem flestar
kv. Tedda

Skildu eftir svar