Sendu mótmælapóstkort til umhverfisráðherra

Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð frá okkur fólkinu í landinu. Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Til að undirstrika persónulega þessi mótmæli er hægt að fara inn á www.f4x4.is/motmaeli og senda umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs persónulegt mótmælapóstkort.

Skoðið kynningarblaðið „Verjum ferðafrelsið“ sem fylgir Fréttablaðinu þriðjudaginn 22. júní og sjáið myndir frá þessum fallegu ferðamannaleiðum sem á að loka.

Látum ekki sérhagsmunahópa og ferðaþjónustufyrirtæki komast upp með að eiga einkarétt á fallegum ferðaleiðum. Tryggjum rétt hins almenna íslenska ferðamanns til að geta skoðað allar okkar fallegu ferðamannaperlur. Verjum einnig rétt aldraðra, fatlaðra og barna til að geta ferðast um landið okkar.

Guðmundur G. Kristinsson

Ein hugrenning um “Sendu mótmælapóstkort til umhverfisráðherra”

  1. KOMA SVO !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    Því þetta hefur ekkert með umhverfisstefnu að gera … þetta er bara fasismi í allri sinni dýrð !

Skildu eftir svar