Vefmyndavél

Motocrossið á laugardaginn við Ólafsfjörð

msi_logo_150pxFyrir fyrstu MX keppni ársins á vegum MSÍ og Vélsleðafélags Ólafsfjarðar,  þá eru hér birtar upplýsingar um mótstjórn og dagskrá:

Kristinn Gylfason er mótstjóri, Helgi Reynir brautarstjóri og Baldvin Gunnarsson verður skoðunarmaður. Mótstjórn vill minna keppendur og aðstandendur að muna eftir gögnum vegna skoðunar og vera með útfyllta yfirlýsingu vegna þáttöku yngri keppenda. Allar nánari upplýsingar um keppnisreglur, dagskrá keppninar og eyðublöð er að finna á heimasíðu MSÍ.

Hér er Dagskrá dagsins

Hér eru nýju motocross reglurnar

kv Mótstjórn og MSÍ

3 comments to Motocrossið á laugardaginn við Ólafsfjörð

 • Silja

  hvaða gögn þarf maður að hafa til skoðunar ?

 • Breyting á dagskrá:
  ælir allir,
  smá mistök voru í MX dagskrá 2010
  Þar kom fram að B flokkur væri 12 mín. + 2 hringir en á að vera
  15 mín + 2 hringir.
  Þessu hefur verið breytt í dagskránni og hún uppfærð.

  kv.
  Kalli

 • Gögn sem þarf eru:
  Tryggingarskírteini (með keppnisviðauka)
  Ökuskírteini (ef viðkomandi er orðinn 17)
  Þátttökuyfirlýsing (undirrituð af forráðamanni ef viðkomandi er undir 18 ára)

Leave a Reply