Vefmyndavél

Bryndís með stig í Frakklandi

Bryndís Einarsdóttir

Fjórða umferð heimsmeistarakeppninnar í kvennaflokki í motocrossi var um helgina í Frakklandi. Okkar fulltrúi Bryndís Einarsdóttir var mætt til leiks og nældi sér í 2 stig en hefði auðveldlega getað nælt í nokkur í viðbót ef heppnin hefði verið hennar megin.

Í gær var fyrra motoið og Bryndís var lengi vel í 14. sæti en þegar á leið motoið var farið að draga úr orkunni hjá henni vegna þess að 30 stiga hitinn er ekkert lamb að leika sér við. Bryndís endaði í 19. sæti og nældi sér í 2 stig.

Í morgun var svo seinna motoið en í allt gærkvöld og í nótt rigndi eldi og brennisteini. Brautin var á floti.
Bryndís náði frábæru starti og var í 7.sæti eftir  fyrsta hring. Í öðrum hring lenti hún í hremmingum í þar sem nokkrar stúlkur duttu saman. Hún missti af um tveimur hringjum en náði samt að keyra sig upp í 17. sætið aftur, hún hefði þar getað náð sér í 4 stig í viðbót en í ljós kom að hún hafði verið dæmd úr leik fyrir að vera of lengi í sýningarhringnum! Þar hafði önnur stúlka fest sig og Bryndís neyddist til að bíða eftir að hún losaði sig úr drullusvaðinu og kom því of seint að starthliðinu.

Það ánægjulega er að Bryndís er að sýna það að hún er kominn með hraðann til að vera í top 20 í heimsmeistaramótinu og nú þarf að setja saman góð stört og góð moto til að komast á næsta stall.

Leave a Reply