Sweeeet

Fimmta umferð heimsmeistara keppninnar fer fram á morgun, en í dag voru keyrð qualify race og eitt moto hjá stelpunum. Bryndís frænka var að keppa, og endaði í 28.sæti. Reikna með að eitthvað hafi komið uppá þar sem hún á að vera örugg í topp 20 á góðum degi. Það fór að rigna þegar Mx1 strákarnir voru komnir á línu, og brautin varð mjög drullug og sleip. Kevin „The Kid“ Strijbos sigraði MX1 qualify reisið sem er algjör snilld, hann hefur verið meira og minna frá í 3 ár vegna meiðsla, spurning hvort Krakkinn sé kominn aftur í sitt fyrra form ? Skemmtilegustu úrslitin voru hinsvegar í MX2 þar sem tveir vinir mínir voru í topp 4. Það var engin annar en frakkin Steven Frossard #183 á Monster Energy/Pro Circuit/Kawasaki sem vann, og meðleigjandi minn og æfingafélagi úr Belgíu, Nick Triest á Shineray/KTM sem endaði 4. ! Triest kom heldur betur öllum á óvart en bestu árangur hans á árinu er 12.sæti sem hann náði í fyrstu umferðinni í Búlgaríu í apríl.

Steven Frossard vann qualifyid í dag! Myndin er tekin þegar við vorum að æfa í hondapark í apríl.

Nick Triest #75. Nick eignaðist nýja kærustu eftir fyrstu umferðina í Búlgaríu, en í næstu tveim keppnum á eftir, Ítalíu og Hollandi gekk honum mjög illa, og bað liðsstjórinn hann vinsamlegast um að losa sig við kærustuna ef hann vildi halda sæti sínu í liðinu, en liðsstjórinn taldi hana vera að trufla einbeitninguna hans.

Össi, ef þú ert ekki í topp 10 í fyrstu keppninni á Ólafsfirði, þá verðuru vinsamlegast að losa þig við Maríu.

Veit ekki hvort þið kannist við þennan, en hann heitir Billy Laninovich. Hann er ameríkani og var á toppnum í supercross lites flokknum fyrir nokkrum árum. Keyrði m.a. fyrir Amsoil Honda og Factory KTM, einnig þekktur fyrir einu flottustu whippur sem sést hafa. Hann hefur þó síðustu ár þjáðst af þráðlátum meiðslum en kom þó til spánar og keyrði fyrir Aprilia og mun einnig keyra fyrir þá í Ameríska GP-inu í Glen Helen. Billy endaði qualify race-ið í 28.sæti af 33.

Smá drulla. Pourcel endaði 10. í dag.

Bíð spenntur eftir keppninni á morgun, hægt er að horfa á hana á www.freecaster.tv eða á Motors TV.

Skildu eftir svar