Stefan Everts & 350 hjólið

KTM verksmiðjan í Mattighofen, Austurríki hefur fjárfest gríðarlega í nýjasta hjólinu sem kemur út í lok sumars. Hjólið er af gerðinni KTM 350 SXF sem er hannað frá grunni af 10földum heimsmeistara Stefan Everts ásamt þessu hefur Stefan Everts endurhannað alla motocross línu KTM sem verður fáanleg í sumar og þar má helst nefna nýja link kerfið.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=4fug8_y_Qd0&feature=player_embedded[/youtube]

Antonio Chairoli leiðir heimsmeistara keppnina á 350 SXF inu og hefur unnið nokkur moto á hjólinu og segið að þetta sé hjólið sem eigi eftir að skila ökumönnum sem mestum árangri. Heyrst hefur frá Ameríku að James Stewart #7 sé hugsanlega að slíta samstarfi við San Manuel/Yamaha til að gangast til liðs við Factory KTM/RedBull liðið fyrir næstkomandi tímabil.

2 hugrenningar um “Stefan Everts & 350 hjólið”

Skildu eftir svar