KlaustursPunktar – Fær hjólið þitt skoðun?

Jæja!  Nú styttist í Klaustur og tímabært að fara yfir ástandið á keppnisgræjunni.
Öll hjól verða að standast skoðun fyrir keppni og rétt að hafa eftirfarandi í huga:

– engar hvassar brúnir mega vera á hjólinu (t.d. brotin handföng).
– teinar mega ekki vera lausir og hjólalegur verða að vera í lagi
– bremsur verða að virka vel
– fótstig eiga að leggjas liðlega að hjóli
– hjól þarf að vera greinilega merkt með RÉTTU keppnisnúmeri, bæði að framan og á hliðum.  Ekki má keppa í treyju sem er með röngu keppnisnúmeri.

Einföld mál en nauðsynleg!  🙂

Meira síðar!