Vefmyndavél

KlaustursPunktar – Akstur á keppnissvæðinu

Í ár verður keppnin haldin í landi Ásgarðs.  Þar er sveitastemmarinn eins og hann gerist bestur!  Ábúendur taka fagnandi á móti okkur og veita okkur aðgang að hreint frábæru svæði.  Þau hafa einnig lagt nótt við nýtan dag við frágang keppnisbrautar, þjónustusvæðis, bílastæðis og fl.
Við viljum koma því á framfæri að allur akstur annarra en keppenda og merktra starfsmanna er stranglega bannaður í landi Ásgarðs, alla dagana.Auðvelt verður fyrir áhorfendur og aðstoðarmenn að nota tvo jafnfljóta til að þvælast um svæðið.  Brautin öll, liggur miklu nær þjónustusvæðinu en hún gerði áður og tiltölulega auðvelt að fylgjast með keppninn með stuttum göngutúr.

Meira síðar.

Comments are closed.