Vefmyndavél

Bryndís með þrjú stig í Portúgal

Bryndís Einarsóttir nældi sér í þrjú stig í annari umferð heimsmeistarakeppninnar í Motocrossi sem haldin var í Portúgal í dag með því að ná 18. sæti. Bryndís átti ágætan dag sem byrjaði á því að hún átti 4. besta tímann í tímatökunni í morgun. Mikil rigning var í nótt og brautin mjög þung í morgun en skánaði þegar á leið keppnina.
Gærdagurinn var ekki eins góður en hún var dæmd úr keppni í fyrra motoinu fyrir að mæta of seint að ráshliðinu eftir að hjólið hafði bilað hjá henni.

Næsta umferð er um næstu helgi á Spáni.

Leave a Reply