Vefmyndavél

Brautargæslumenn óskast á Klaustur

Nú styttist í Klausturskeppnina og margt sem þarf að gera næstu daga. Brautin er uþb. 15 km á lengd um frábært svæði og við getum vonandi birt GPS feril af henni fljótlega. Nú vantar okkur ca. 20 manns í brautargæslu fyrir keppnina til að sinna gæslu á brautinni og umhverfi, lagfæringum og aðstoð við keppendur eftir þörfum. Brautargæslumenn fá mat og bensín á keppnisstað en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Gæslumenn þurfa að vera 20 ára eða eldri, vera á hjóli eða fjórhjóli og geta valdið slaghamri (til að reisa upp stikur). Áhugasamir geta sent Svavari yfirbrautargæslustjóra tölvupóst á svavark@gmail.com

Leave a Reply