Vefmyndavél

Ben Townley að verða klár

Ben Townley er að verða klár fyrir sumarið. Hann hefur verið meiddur síðastliðna mánuði ásamt því að hafa tekið sér smá pásu frá motocrossinu, hann flutti aftur heim til Nýja Sjálands eftir að hafa verið á stanslausu ferðalagi síðan árið 2000 þegar hann gerðist atvinnumaður.  Ben Townley varð heimsmeistari í MX 2 fyrir KTM árið 2004 og varð Ameríkumeistari í East Lites Supercrossinu fyrir Monster Energy Kawasaki árið 2007.

Hann hefur gert samning við Troy Lee Designs/ Lucas Oil Honda fyrir árið 2010 og kemur til með að keppa í 450 flokknum.  Ben Townley var talinn næsta Motocross stjarnan árið 2005 átti hann rosalega gott tímabil í MX1 fokknum þar sem hann barðist við Stefan Everts einsog enginn væri morgundagurinn. Það verður fróðlegt að fylgjast með honum í sumar.

Hægt er að skoða heimasíðunna hjá Ben Townley hér : http://bentownleymx.com/

Ben Townley í Glen Helen árið 2007

Fyrstu umferð í AMA Motocrossinu fer fram um helgina í Hangtown.

Leave a Reply