Vefmyndavél

Aðeins meira um Endurokeppnina

Í framhaldi af upplýsingum frá MSÍ í gær (í þessari færslu) þá er hér dagskráin fyrir keppnina á laugardaginn og upplýsingar um flokkana.

Dagskráin

Hér fylgir með uppfærsla á nýjum reglum varðandi flokka og fleira.

Enduro Cross-Country / ECC

Almenn atriði:

1.1.    Íslandsmótið í ECC saman stendur af 3 keppnum eða fleiri.

1.2.    Keyrðir eru 3 flokkar, B flokkur, Meistaraflokkur og Tvímenningur.

1.3.    Til þess að flokkur eða undirflokkur teljist löglegur þarf minnst 5 keppendur í viðkomandi flokk.

Flokkaskipting:

2.      B flokkur keppnishjól og aksturstími:

2.1.    ECC-B flokkur: Aksturstími 1x 75 mín.

2.2.    Undirflokkar: B flokkur (122-650cc)

2.3.    85cc (85cc 2T / 150 4T / felgur 19” framan, 16” aftan)

2.4.    Kvennaflokkur (85-650cc), 40+ flokkur (122-650cc)

3.     Meistara flokkur keppnishjól og aksturstími:

3.1    Meistaraflokkur: Aksturstími 1x 150 mín.

3.2    Undirflokkar: ECC-1 (251-650cc 2T / 4T)

3.3    ECC-2 (122-250cc 2T / 4T)

4.     Tvímenningur keppnishjól og aksturstími:

4.1    Tvímenningur: Aksturstími 1x 149 mín.

4.2    Tvímenningsflokkur (122-650cc 2T / 4T)

4.3    Keppendur sem hafa lokið í 10 efstu sætunum í Íslandsmeistaramótinu í MX-Open, MX-2 eða Enduro Meistaraflokk árinu á undan og eða 5 efstu sætunum í Íslandsmeistaramótinu í MX-Unglingaflokk geta ekki tekið þátt í ECC-Tvímenning.

Keppendur í Tvímenning meiga ekki aka meira en 2 hringi í einu.


Leave a Reply