Vefmyndavél

Tommy Searle – Interview

Viðtal við Tommy Searle. En hann mun taka þátt í heimsmeistarakeppninni sem fram fer á Glen Helen í Ameríku ásamt Mike Alessi fyrir FMF/KTM liðið í Ameríku. Ekki eru margir ameríkanar búnir að staðfesta komu sína, fyrir utan það að DeCoster mætir með öll tæki og tól til að hjálpa Rockstar Teka Suzuki liðinu, hann sagðist þó ekki ætla að senda neina ökumenn frá sér. Pro Circuit Kawasaki verður á staðnum til að hjálpa Jeremy Van Horebeek og Steven Frossard hjá CLS Kawasaki. Monster Energy Kawasaki eru búnir að staðfesta komu sína, þó ekki hvort þeir ætli að keppa. Nick Wey og Broc Tickle eru þeir einu sem eru búnir að segjast vilja taka þátt, ég held þó að fleiri bætist í hópinn þegar nær dregur. Það verður gaman að sjá. Ég vona að James Stewart mæti, það eru sögusagnir um það.

Smellið á myndina til að sjá viðtalið við Tommy Searle 

Leave a Reply