Rafmagns-KTM-ið komið til Íslands – Sýning í dag

Nýja KTM hjólið, knúið með rafmagni, verður í MOTO í dag

Nýju rafmagnsmotocrosshjólin frá KTM sem slógu í gegn á Alþjóðlegu mótorhjólasýningunni í Japan um síðustu helgi eru komin til landsins. Kalli Katoom hefur nokkuð góð sambönd í Austurríki og fékk hjólin lánuð í tvo daga nú þegar þau eru á leiðinni heim eftir sýninguna.  Hjólin koma í verslunina Moto í Rofabæ 7 um klukkan 11 í dag og ekki ólíklegt að KG sjálfur myndi læðast í smá sprett á supermoto-hjólinu í hádeginu eins og hann orðaði það. Verslunin verður opin allan daginn í tilefni þessa og boðið verður uppá kaffi og meðlæti.

Ein hugrenning um “Rafmagns-KTM-ið komið til Íslands – Sýning í dag”

Skildu eftir svar