Vefmyndavél

Race Report – BMB Mons

Um helgina, nánar tiltekið Sunnudaginn 19.apríl fór ég og keppti í þriðju umferð BMB mótarraðarinnar sem fram fór á Mons brautinni í franska hlutanum neðst í Belgíu. Stóð til að fara á hollenska meistaramótið og horfa á Bryndísi frænku keppa en tók ég þá skyndiákvörðun seint á laugardeginum að keppa frekar sjálfur þar sem það styttist í heimferð hjá mér. Á laugardeginum fór ég að hjóla með Stebba flugvirkja sem ég minnst á áður, en hann vinnur á flugvelli hérna í belgíu. Við fórum í braut sem heitir Veldhoven og er í Hollandi. Brautin þar var í svo hrikalega góðu ástandi, þurr sandurinn, mjög svipað færi og er yfirleitt í þorlákshöfn. Eftir góðan dag í þeirri braut var farið og græjað hjólið fyrir morgundaginn, dekkjaskipti, hugsanlega þau lengstu í sögu mótorhjólsins, olíu skipti og allskyns viðhald. Hjólið var orðið klárt frekar seint um kvöldið og ég var ekki farinn að sofa fyrr en 2 um nóttina. Stebbi bauðst til að koma með mér og mekka fyrir mig þar sem engin vinna var hjá honum, þökk sé Eyjá-fjá-dla-jókúl Glaciar. Við sváfum heima hjá honum þar sem hann býr nær brautinni en það var ræs klukkan 6 um morgunin, þar sem eg þurfti að vera mættur fyrir klukkan 8 til að skrá mig til leiks.

Ég ætlaði að færa mig niður um flokk, og skrá mig í National Mx1 flokk, sem er flokkurinn fyrir neðan Pro flokkinn. Þeir tóku það ekki í mál kvikyndin í skráningunni þar sem þeir sáu að ég hafði keppt í Pro flokknum síðast. Þannig ég skellti mér bara í Pro flokkin, sem þurfti að keyra 30 mín +2 hvert moto í þessari braut, sem var ein þyngsta sandbraut sem ég hef keyrt hérna, hún grófst svaðallega. Xavier Boog frá Factory Kawasaki liðinu var í mínum flokk, ásamt Anthony Bossiere frá Factory TM liðinu og Gert Krestinov sem keyrir fyrir eistneskt Kawasaki lið. EFtir tímatökur var ég í 28. sæti af 32. og var í svaka stuði og fýlaði brautina geðveikt vel.

Mættur í waiting zone fyrir fyrsta moto.

Fyrsta motoið gekk mjög illa. Ég lenti í því í fyrstu beygju, að það var strákur sem fór fram fyrir sig, og lenti á mér. Við það fór ég á hausinn og svo kom hjólið hans á eftir okkur og lenti ofan á mínu hjóli. Þegar ég stóð upp og rankaði við mér, reisti ég hjólið við og sá þá að það vantaði aftara hliðarplastið á. Ég þurfti því að fara inní pitt og setja nýtt plast á og við það missti ég úr 3 hringi. Stýrið var líka rammskakkt en það var engin tími til að rétta það. Ég dreif mig aftur út til að ná sem mestum tíma í brautinni, bara uppá æfinguna að gera. Ég lenti í hörku reisi við strákinn #39 á myndinni fyrir ofan, og þegar tveir hringir voru eftir stökk ég frammúr honum á stæðsta pallinum í brautinni sem hann var ekki að stökkva. Ég var þó 3 hringjum á eftir honum útaf krassinu og endaði 29. af 32.

Hérna er ég á leiðinni inní pitt, sjáið hvað stýrið er skakkt.

Það voru 3 tímar í næsta moto, svo ég hafði nógan tíma til að dunda í hjólinu og hvíla fyrir næstu 30 mínútur. Ég hafði greinilega lent á úlnliðnum í krassinu, því eftir fyrsta moto byrjaði hann að stífna verulega upp og ég fann að ég hafði greinilega tognað. Ég hugsaði þó með mér, að þar sem þetta var nýbúið að ske að þá væri hægt að hamast aðeins á hendinni lengur án þess að finna fyrir því, því yfirleitt finnur maður lítið fyrir tognunum fyrr en daginn eftir. Ég skellti mér í annað moto, að drepast í hendinni á startlínunni. Um leið og hliðið féll þá hvarf sársaukin að hendin var alveg til friðs allt motoið. Ég datt í svaka gír og lenti strax aftur í reisi við strákinn #39. Hann setti smá bil á mig í byrjun, en þegar líð fór á mótóið fór ég að nálgast hann hratt og ég var stein hissa á því hvað ég entist lengi á topp hraða, sérstaklega þar sem brautin var orðin algjörlega ónýt. Ég lenti í því að stolla hjólinu þegar um 7 mínútur voru eftir á klukkunni, og því setti #39 aftur bil á mig. Ég var samt frekar snöggur í gang og setti hraðasta hringinn minn á næst síðasta hring! Ég var búin að sækja verulega á hann og kom rétt á eftir honum í mark, og endaði í 23.sæti í því motoi.

Hendin var greinilega ekki ánægð með mig og um leið og ég kom inní pitt eftir síðasta motoið þá var verkurinn í hendinni orðin gríðarlegur. Ég átti erfitt með að klæða mig úr gallanum og svaf lítið nóttina eftir. Daginn eftir var hendin svo orðin þreföld og öll skökk og ég var skíthræddur um að hún væri mölbrotinn. Í dag eru þó mestu bólgurnar farnar úr og ég er farinn að geta notað hendina. Stefni á það að fara að hjóla á morgun.

Það náðust engin stig þennan daginn. 29. í fyrsta moto og 23. í því seinna.

Það fer að styttast í heimkomu, en ég verð væntanlega komin heim fyrir fyrstu enduro keppnina. Það hefur hvarflað að mér að taka þátt í henni, en þó er ekkert ákveðið.

Ég eignaðist annan nýjan vin þennan daginn, reyndar tvo, það voru þeir Xavier Boog og pabbi hans.

 

Leave a Reply