Vefmyndavél

Motocrossskólinn með marga möguleika

Motocrossskólinn er með nokkur námskeið í vor og sumar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það eru þeir Aron Ómarsson, Örn Sævar Hilmarsson og Valdimar Þórðarson sem kenna við skólann. Bjóða þeir uppá föst námskeið og einkakennslu. Hér er smá úrdráttur af þremur námskeiðum sem nánar er hægt að skoða á heimasíðunni þeirra www.mxs.is

Klaustursnámskeið

Fyrir þá sem vilja ná sér í forskot á sæluna og mæta vel undirbúnir til leiks á Klaustri, reynslunni ríkari að þá verðum við með þriggja daga námskeið dagana 11.(þri) – 13.(fim) og 15.(lau) Maí. Kennt er frá 18:00 – 20:00 virku dagana, og 10:00 – 12:00 á laugardeginum. Námskeiðið kostar 9.000 og er skráning hafin á aron@aron66.is flóknara en það er það nú ekki 🙂 ATH! Námskeiðið er þó ekki einungis fyrir þá sem ætla að keppa á klaustri, öllum er frjálst að skrá sig.

Motocrossnámskeið

Motocross Skólinn, Mountain Dew, Snæland Video og N1 ætla að halda áfram að auka hraða og tækni íslendinga á torfæruhjólum og munu því bjóða ykkur uppá 3 mánaða námskeið í sumar. Námskeiðin byrja í júní og verður kennt 2x í viku í þrjá mánuði. Námskeiðin verða á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:30 – 20:00. Þrír mánuðir, eitt verð, aðeins 18.900, eða 787,5 krónur skiptið! Stutterma bolur og kippa af mountain dew fylgir í fyrsta tíma. Vertu viss um að tryggja þér pláss á námskeiðunum, því það hefur sýnt sig að færri komast að en vilja. Námskeiðin verða haldin mest megnis á Bolaöldusvæðinu við Litlu Kaffistofuna. ATH! brautargjald er ekki innifalið í námskeiðinu.

Þeir sem nú þegar eru skráðir og eru ekki búnir að fá sendar greiðsluupplýsingar fyrir námskeiðinu, hafið samband við aron@aron66.is hið snarasta! Þeir sem ekki verða búnir að borga fyrir 4.maí detta sjálfkrafa út af námskeiðinu.

Einkaþjálfun – Aron Ómarsson

Ég hef ákveðið að halda áfram með einkaþjálfun í Motocross í sumar. Ég býð uppá tvennskonar einkaþjálfun. Ég býð uppá „Keppnis Einkaþjálfun“ en einungis eru laust pláss fyrir 4 einstaklinga í þá þjálfun.  Þetta varða tveir hópar sem verða starfandi í allt sumar. Í hverjum hóp verða tveir einstaklingar sem koma til með að æfa saman í allt sumar. Æfingarnar fara fram 2x í viku. Þetta er þriggja mánaða tímabil, frá Júní – Ágúst. Þetta er ekki hópþjálfun, heldur pjúra einkaþjálfun sem er sett þannig upp að nemendur hafi æfingafélaga allt sumarið, því það hefur sýnt sig og sannað að það að hafa æfingafélaga, skilar betri árangri. ATH! Þjálfunin sem um ræðir er einungis ætluð keppnis fólki með metnað og hefur áhuga á að ná árangri og er tilbúin að leggja á sig þá vinu sem þarf til að ná árangri. Fýlupúkar, letingjar, neikvæðir einstaklingar eða unglingar á háu gelgjustigi er ekki heimiluð þáttaka. Einnig eru þeir einstaklingar ekki velkomnir sem ekki kunna að meta það sem þeir eru með í höndunum og halda að kraftpúst, nýtt fatbar stýri eða nýji Chad Reed gallinn geri gæfumunin. Ég legg allan minn metnað í mína þjálfun með það í huga að nemendur mínir sýni bætingu, betri árangur í keppnum og nái sem mestum árangri, og geri því kröfu um að nemendur sýni metnað til baka og vilja um að ná sömu markmiðum. Þeir sem hafa áhuga á  Keppnis þjálfuninni í sumar geta sent mér línu á aron@aron66.is

Hinsvegar býð ég einnig uppá „venjulega einkatíma“, í þá getur komið hver sem er, bæði byrjendur sem lengra komnir. Hver einkatími er um 2 klukkutímar og getur farið fram í hvaða braut sem er. Hægt er að panta tíma hjá mér á aron@aron66.is og getur fólk haft samband og reynt að finna einkatíma á þeim degi vikunnar, og þeim tíma dags sem því hentar. Ég kem heim frá Belgíu 5.maí, er nú þegar orðin vel bókaður í einkatímum, sérstaklega fyrir fyrstu motocross keppnina sem fram fer á Ólafsfirði 5.Júní. Þeir sem hafa áhuga á einkatímum fyrir Klaustur eða Motocross keppnina á Ólafsfirði, verið í bandi sem fyrst.

Leave a Reply